Innlent

Stóru málin - Oddvitakappræður Akureyringa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna á Akureyri mætti til leiks.

Breytingar eru í vændum í bæjarstjórn Akureyrar enda hefur fylgið við L listi fólksins skroppið saman um ríflega helming skv. skoðanakönnunum en sá listi kom, sá og sigraði í síðustu kosningum, fékk 45% atkvæða og hreinan meirihluta í bæjarstjórn.

Nýjasta könnun á fylgi flokkanna á Akureyri var gerð af Capacent Gallup fyrir Vikudag. Hún sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur, með 20,6% fylgi en fast á hæla hans er L listi fólksins með 20,1%.

Oddvitar allra þeirra sjö lista sem bjóða fram á Akureyri í kosningunum á laugardaginn mættu til kappræðna í Stóru málunum; Margrét Kristín Helgadóttir frá Bjartri framtíð, Guðmundur Guðmundsson frá Framsókn, Gunnar Gíslason frá Sjálfstæðisflokki, Matthías Rögnvaldsson frá Bæjarlista Akureyrar, Logi Einarsson frá Samfylkingu, Sóley Björk Stefánsdóttir frá VG og Hlín Bolladóttir frá Dögun.


Tengdar fréttir

Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði

Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks.

Stóru málin - Kappræður oddvita í Reykjanesbæ

Oddvitar flokkanna í Reykjanesbæ tókust á um kosningamálin í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þetta var fyrsti þáttur af fimm en næstu kvöld halda Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson áfram að stýra umræðum oddvita fimm stærstu sveitarfélaganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×