Innlent

Stóru málin - Kappræður oddvita í Reykjanesbæ

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Oddvitar flokkanna í Reykjanesbæ tókust á um kosningamálin í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þetta var fyrsti þáttur af fimm en næstu kvöld halda Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson áfram að stýra umræðum oddvita fimm stærstu sveitarfélaganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.

Þeir oddvitar sem mættu eru; Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls, Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins, Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar, Trausti Björgvinsson, oddviti Pírata og Guðmundur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.

Kappræður oddvita halda áfram í Stóru málunum í vikunni:

27.maí – Hafnarfjörður

28.maí – Kópavogur

29.maí – Akureyri

30.maí - Reykjavík

Níels Thibaud Girerd hitar einnig upp fyrir kosningarnar með því að taka yfir þáttinn Ísland í dag á Stöð 2 alla vikuna og hélt hann til Reykjanesbæjar í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×