Innlent

Stóru málin - Kappræður í Kópavogi

Bjarki Ármannsson skrifar
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Kópavogi mætti til leiks.

Þar má vænta tíðinda í kosningunum um næstu helgi en ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta ekki myndað meirihluta á ný.

Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson eru umsjónarmenn þáttarins sem var klukkan 19.20 í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.  Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Níels Thibaud Girerd hitar upp fyrir kosningarnar með því að taka yfir þáttinn Ísland í dag á Stöð 2 alla vikuna og var Kópavogsbær einnig á dagskrá hjá honum í kvöld.


Tengdar fréttir

Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði

Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks.

Stóru málin - Kappræður oddvita í Reykjanesbæ

Oddvitar flokkanna í Reykjanesbæ tókust á um kosningamálin í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þetta var fyrsti þáttur af fimm en næstu kvöld halda Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson áfram að stýra umræðum oddvita fimm stærstu sveitarfélaganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×