Íslenski boltinn

Ásmundur fagnaði sínum fyrsta sigri á móti ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Daníel
Fylkismenn komust loksins á blað í Pepsi-deildinni í gær bæði hvað varða stig og mörk. Fylkir vann þá 3-1 sigur á ÍBV í Eyjum en þetta var ennfremur sigur sem batt enda á langa bið þjálfarans.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var nefnilega þarna að vinna ÍBV í fyrsta sinn sem þjálfari í úrvalsdeild karla.

Fyrir leikinn í kvöld höfðu liðin hans aðeins náð í eitt stig af 18 mögulegum í sex leikjum á móti ÍBV og markatalan var 11 mörk í mínus (4-15).

Fjölnir tapaði báðum leikjum sínum undir hans stjórn sumarið 2009 þegar ÍBV var nýliði í deildinni.

Ásmundur hefur stýrt Fylki síðan sumarið 2012 og undanfarin tvö tímabil höfðu Fylkismenn aðeins náð í eitt stig út úr fjórum leikjum sínum við ÍBV þar af tapað þremur síðustu með markatölunni 1-8.

Leikir liða Ásmundar Arnarssonar á móti ÍBV í efstu deild:

- Með Fjölni

28. maí 2009 Fjölnir - ÍBV 1-3

9. ágúst 2009 ÍBV - Fjölnir 3-1

- Með Fylki

20. maí 2012 ÍBV - Fylkir 1-1

12. ágúst 2012 Fylkir - ÍBV 0-4

2. júní 2013 ÍBV - Fylkir 3-1

25. ágúst 2013 Fylkir - ÍBV 0-1

12. maí 2014 ÍBV - Fylkir 1-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×