Erlent

Friðaumleitanir í Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands (til vinstri) og Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, takast í hendur í gær.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands (til vinstri) og Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, takast í hendur í gær. ap
Stjórnvöld í Kænugarði í Úkraínu hafa boðað til friðarviðræðna í borginni á milli stríðandi fylkinga í landinu.

Ráðherrar í ríkisstjórninni ætla að mæta og nokkrir héraðsleiðtogar en forsvarsmenn aðskilnaðarsinna í austurhlutanum hafa hinsvegar sagst ætla að vera heima. Því er vandséð að viðræðurnar skili miklum árangri, en þær eru hluti af tillögum sem öryggis og samvinnustofnun Evrópu Öse, lagði til á dögunum til þess að reyna að koma á friði í landinu.

Í gær féllu sjö úkraínskir hermenn í austurhlutanum þegar uppreisnarmenn réðust á þá þar sem þeir voru á ferðinni nálægt bænum Kramatorsk í Donetsk héraði. Einn uppreisnarmaður er sagður hafa fallið í bardaganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×