Erlent

Kveikjari sem aðstoðar í baráttunni við sígarettur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ný tegund af kveikjara hefur verið settur á markað. Auk þess að geta kveikt í sígarettum fyrir fólk heldur hann utan um það hversu langt er síðan fólk kveikti í síðast og hversu mörgum sígarettum viðkomandi hefur kveikt í.

Þannig getur fólk fylgst með því hversu mikið það raunverulega reykir og má ætla að kveikjarinn komi til með að aðstoða einhverja í baráttunni við að hætta að reykja.

Kveikjarinn var kynntur til sögunnar á mánudaginn var á síðunni Kickstarter. Hugmyndin með kveikjaranum er ekki ósvipuð þeim fjölda smáforrita sem nú eru til og halda utan um hversu mikið fólk borðar og hversu mikið það hreyfir sig.

„Kuji og ég reyktum báðir. Við kynntumst í háskólanum,“ sagði Ata Ghofrani, einn af þeim sem fann upp kveikjarinn í samtali við vefsíðuna Mashable.

„Ég var að reyna að hætta og hann spurði mig hversu mikið ég reykti. Þá áttaði ég mig á því að það var engin góð leið til þess að halda utan um það.“

Fjöldi smáforrita eru nú þegar til sem hjálpa fólki að hætta að reykja, en þetta er fyrsta tækið sem heldur sjálft utan um það hversu mikið reykt er og kveikjarinn fær upplýsingar um það með því að hann er notaður til að kveikja í. 

Hér má sjá myndband sem útskýrir betur hvernig kveikjarinn virkar:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×