Erlent

Krabbameinshetjan nítján ára fallin frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stephen Sutton sendi aðdáendum sínum kveðju 23. apríl þar sem
Stephen Sutton sendi aðdáendum sínum kveðju 23. apríl þar sem
Stephen Sutton, 19 ára Englendingur sem safnað hefur tæplega sex hundruð milljónum króna fyrir góðgerðasamtökin Teenage Cancer Trust, er látinn.

Móðir Sutton greindi frá því á Fésbókarsíðu Sutton í morgun að hann hefði dáið í svefni snemma í morgun.

„Stuðningurinn og ást fólks til Stephen mun hjálpa okkur mikið á þessum erfiðu tímum,“ segir móðir hans á Fésbókarsíðu Sutton, Stephen's story.

Sutton, sem greindist með krabbamein í þörmum árið 2010, safnaði um þremur milljónum punda, jafnvirði um 570 milljóna íslenskra króna, með því að fá fólk til að heita á sig. Bjó hann til lista yfir hluti sem hann ætlaði að gera áður en baráttu hans við krabbameinið lyki.

Meðl þess sem Sutton gerði var að faðma fíl, fá sér húðflúr, skella sér í fallhlífarstökk og spila á trommur frammi fyrir 90 þúsund áhorfendur á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Hann kvaddi fylgjendur sína í Fésbókarfærslu þann 22. apríl með þumalinn á lofti. Í kjölfarið söfnuðust tugir milljóna króna á einni nóttu.

Hér að neðan má sjá færslu móður Sutton auk myndbands þar sem saga Sutton er sögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×