Erlent

38 þúsund Íslendingar með fordóma gagnvart gyðingum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ellefu fullyrðingar um steríótýpur gyðinga voru lagðar fyrir svarendur og til að vera skilgreindur með fordóma þurftu svarendur að vera sammála minnst sex fullyrðingum.
Ellefu fullyrðingar um steríótýpur gyðinga voru lagðar fyrir svarendur og til að vera skilgreindur með fordóma þurftu svarendur að vera sammála minnst sex fullyrðingum. Vísir/AFP
Samtökin Anti Defamation League áætla að 1,09 milljarður manna á jörðinni sé fordómafullur gagnvart gyðingum. Þetta er byggt á nýrri rannsókn þar sem ellefu spurningar voru lagðar fyrir meira en 50 þúsund fullorðna einstaklinga í 102 löndum.

Samkvæmt rannsókninni sýndu 26 prósent þeirra sem svöruðu fordóma gagnvart gyðingum og samtökin áætla að það samsvari rúmlega þúsund milljón manns á heimsvísu.

Fjallað er um rannsóknina á vef Guardian.

Niðurstöðurnar voru notaðar til að gera gagnvirkt kort þar sem hægt er að skoða niðurstöðurnar fyrir hvert land fyrir sig og þar á meðal Ísland.

Ellefu fullyrðingar um steríótýpur gyðinga voru lagðar fyrir svarendur og til að vera skilgreindur með fordóma þurftu svarendur að vera sammála minnst sex fullyrðingum.

Vesturbakkinn og Gasa er það svæði í heiminum þar sem mestir fordómar gagnvart gyðingum eru sýndir, en ADL reiknaði út að 93 prósent íbúa séu fordómafullir. Þar á eftir komu Írak með 92 prósent, Jemen með 88 prósentum og Alsír með 87 prósent.

Íbúar Laos í suðaustur Asíu eru minnst fordómafullir samkvæmt rannsókninni, en 0,2 prósent íbúa þess voru sammála sex fullyrðingum eða fleiri. Því næst komu Filippseyjar með þrjú prósent, Svíþjóð með fjögur prósent, Víetnam með sex prósent og Bretland með átta prósent.

Fullyrðingarnar voru:

1. Gyðingar eru hliðhollari Ísrael, en því landi sem þeir búa í.

2. Gyðingar eru of valdamiklir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

3. Gyðingar hafa of mikil völd í alþjóðastjórnmálum.

4. Gyðingar telja sig vera betri en annað fólk.

5. Gyðingar hafa of mikla stjórn á fjölmiðlum í heiminum.

6. Gyðingar eiga sök á flestum stríðum heimsins.

7. Gyðingar eru of valdamiklir í viðskiptaheiminum.

8. Gyðingum er sama um hvað kemur fyrir annað fólk.

9. Fólk hatar gyðinga vegna hegðunar þeirra.

10. Gyðingar hafa of mikla stjórn á stjórnvöldum í Bandaríkjunum.

11. Gyðingar tala enn of mikið um hvað kom fyrir þá í helförinni.

Á heimsvísu áætla samtökin Anti-Defamation League að rúmur milljarður fullorðinna sýni gyðingum fordóma.
...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×