Erlent

Tveir drengir slösuðust þegar hoppukastali tók á loft

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kastalinn náði fimmtán metra hæð áður en hann féll til jarðar.
Kastalinn náði fimmtán metra hæð áður en hann féll til jarðar. MYND/SJÓNARVOTTUR
Tveir drengir, fimm og sex ára, slösuðust alvarlega þegar þeir féllu úr hoppukastala sem tók á loft. Drengirnir voru að leik í kastalanum ásamt 10 ára stúlku þegar hann tók skyndilega á loft. Atvikið átti sér stað í New York í Bandaríkjunum. 

Kastalinn var kominn um fimm metra upp í loftið þegar drengirnir duttu úr honum. Hæst fór kastalinn um fimmtán metra.

Annar drengurinn féll á bifreið og hlaut alvarlega höfuðáverka. Báðir drengirnir hlutu beinbrot. Stúlkan komst hins vegar úr kastalaum áður en hann fór mjög hátt og slasaðist hún aðeins lítillega.

Kastalinn eftir að hann féll niður.
Vitni, Taylor Seymor, hélt í fyrstu að það væri systir hennar sem hún sá detta úr kastalanum enda hafði sú verið að leika sér í kastalanum stuttu áður.

„Fyrst datt eitt barnið úr kastalanum þar sem hann var yfir miðri götunni. Þá fór kastalinn yfir íbúðina mína og þar datt næsta barn og lenti á bílnum mínum,“ sagði Taylor.

Kastalinn lenti loks á íþróttavelli skóla í nágrenninu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×