Erlent

Congress flokkurinn viðurkennir ósigur á Indlandi

Vísir/AP
Congress flokkurinn á Indlandi, sem stjórnað hefur landinu meira og minna síðustu áratugina hefur beðið ósigur í þingkosningunum sem staðiið hafa yfir síðustu vikur en fyrstu tölur tóku að berast nú í morgunsárið.

Leiðtogi flokksins Rajeev Shukla viðurkenndi ósigurinn og sagði flokkinn reiðubúinn til þess að starfa í stjórnarandstöðu næstu árin. Fyrstu tölur benda til að BJP flokkurinn sem leiddur er af Narendra Modi, nái hreinum meirihluta í þinginu en lokaúrslit ættu að liggja fyrir síðar í dag.

Flokkurinn þarf 272 sæti til þess að ná meirihlutanum en þingmenn á Indlandi eru 543.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×