KR-völlurinn í kapphlaupi við tímann | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 16:30 Útlitið ekki gott í vesturbænum. Vísir/Vilhelm „Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00