Máli á hendur Íbúðalánasjóði ekki vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2014 12:49 Vilhjálmur Bjarnason talar um áfangasigur í því sem hann kallar stærsta mál Íslandssögunnar. visir/vilhelm Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hrósar nú sigri en fyrir stundu féll úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli er varðar frávísunarkröfu íbúðarlánasjóðs í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að bak. Dómari féllst ekki á að málinu verði vísað frá. Málshöfðunin gengur út á það sem samtökin telja ólöglega útfærslu verðtryggingar neytendalána, þar með talið húsnæðislána frá árinu 2001. „Þetta er náttúrlega stór áfangasigur að málið fái loksins að fara í efnislega meðferð. Við höfum beðið eftir þessu í að verða þrjú ár. Þetta er, eins og ég hef sagt margoft, stærsta mál Íslandssögunnar; að fá úr því skorið hvort við höfum rétt fyrir okkur,“ segir Vilhjálmur. Hann er ekki hress með aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu: „Ég tel ríkisstjórnina vera að stinga hausnum í sandinn, þá er verið að tala um allt aðra hluti en eitthvað sem ekki er búið að útskýra. Ég tel þá bara vera að kaupa sér tíma og vonast til þess að aðrir leysi málið fyrir þá. Umfang þessara leiðréttinga sem ríkisstjórnin er að boða núna er 80 milljarðar, og meðallækkun er um ein milljón króna á umsækjanda um lækkun. „Segjum að miðað við 20 milljóna króna lán tekið 1.1.2008, þá fær fólk 1,1 milljón að jafnaði, nú frá ríkisstjórninni, meðan lánin hafa hækkað frá 20 uppí 32 milljónir. Dómurinn, þegar hann kemur í okkar máli, þá mun lánið lækka um 12 milljónir og meira því innborgunin sem þú varst búinn að greiða inná lánið, hún mun lækka líka þannig að lánið fer niður í 18 milljónir,“ segir Vilhjálmur til dæmis og til að setja málin í samhengi. Nokkuð brösuglega hefur gengið með þetta tiltekna mál en dómarinn Ásmundur Helgason, við héraðsdóm Reykjavíkur, vildi segja sig frá málinu á þeirri forsendu að hann er með verðtryggt lán sjálfur. Hann kvað upp úrskurð þess efnis en Vilhjálmur og félagar kærðu þann úrskurð til hæstaréttar á þeirri forsendu að hann væri í raun hæfur; allir á Íslandi eru tengdir verðtryggðum lánum með einum hætti eða öðrum. Ásmundur mun því fjalla um málið og felldi nú þann úrskurð að frávísun Íbúðalánasjóðs er ekki tekin gild. Framhald málsins er háð því hvað EFTA-dómstóllinn segir um málið, að sögn Ásmundar; en tvö mál eru fyrir honum, annað af svipuðum toga sem verður flutt 11. júni og varðar Verkalýðsfélag Akraness. Ásmundur hyggst bíða úrskurðar í því máli áður en hann gerir eitthvað frekar í málinu. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hrósar nú sigri en fyrir stundu féll úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli er varðar frávísunarkröfu íbúðarlánasjóðs í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að bak. Dómari féllst ekki á að málinu verði vísað frá. Málshöfðunin gengur út á það sem samtökin telja ólöglega útfærslu verðtryggingar neytendalána, þar með talið húsnæðislána frá árinu 2001. „Þetta er náttúrlega stór áfangasigur að málið fái loksins að fara í efnislega meðferð. Við höfum beðið eftir þessu í að verða þrjú ár. Þetta er, eins og ég hef sagt margoft, stærsta mál Íslandssögunnar; að fá úr því skorið hvort við höfum rétt fyrir okkur,“ segir Vilhjálmur. Hann er ekki hress með aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu: „Ég tel ríkisstjórnina vera að stinga hausnum í sandinn, þá er verið að tala um allt aðra hluti en eitthvað sem ekki er búið að útskýra. Ég tel þá bara vera að kaupa sér tíma og vonast til þess að aðrir leysi málið fyrir þá. Umfang þessara leiðréttinga sem ríkisstjórnin er að boða núna er 80 milljarðar, og meðallækkun er um ein milljón króna á umsækjanda um lækkun. „Segjum að miðað við 20 milljóna króna lán tekið 1.1.2008, þá fær fólk 1,1 milljón að jafnaði, nú frá ríkisstjórninni, meðan lánin hafa hækkað frá 20 uppí 32 milljónir. Dómurinn, þegar hann kemur í okkar máli, þá mun lánið lækka um 12 milljónir og meira því innborgunin sem þú varst búinn að greiða inná lánið, hún mun lækka líka þannig að lánið fer niður í 18 milljónir,“ segir Vilhjálmur til dæmis og til að setja málin í samhengi. Nokkuð brösuglega hefur gengið með þetta tiltekna mál en dómarinn Ásmundur Helgason, við héraðsdóm Reykjavíkur, vildi segja sig frá málinu á þeirri forsendu að hann er með verðtryggt lán sjálfur. Hann kvað upp úrskurð þess efnis en Vilhjálmur og félagar kærðu þann úrskurð til hæstaréttar á þeirri forsendu að hann væri í raun hæfur; allir á Íslandi eru tengdir verðtryggðum lánum með einum hætti eða öðrum. Ásmundur mun því fjalla um málið og felldi nú þann úrskurð að frávísun Íbúðalánasjóðs er ekki tekin gild. Framhald málsins er háð því hvað EFTA-dómstóllinn segir um málið, að sögn Ásmundar; en tvö mál eru fyrir honum, annað af svipuðum toga sem verður flutt 11. júni og varðar Verkalýðsfélag Akraness. Ásmundur hyggst bíða úrskurðar í því máli áður en hann gerir eitthvað frekar í málinu.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira