Máli á hendur Íbúðalánasjóði ekki vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2014 12:49 Vilhjálmur Bjarnason talar um áfangasigur í því sem hann kallar stærsta mál Íslandssögunnar. visir/vilhelm Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hrósar nú sigri en fyrir stundu féll úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli er varðar frávísunarkröfu íbúðarlánasjóðs í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að bak. Dómari féllst ekki á að málinu verði vísað frá. Málshöfðunin gengur út á það sem samtökin telja ólöglega útfærslu verðtryggingar neytendalána, þar með talið húsnæðislána frá árinu 2001. „Þetta er náttúrlega stór áfangasigur að málið fái loksins að fara í efnislega meðferð. Við höfum beðið eftir þessu í að verða þrjú ár. Þetta er, eins og ég hef sagt margoft, stærsta mál Íslandssögunnar; að fá úr því skorið hvort við höfum rétt fyrir okkur,“ segir Vilhjálmur. Hann er ekki hress með aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu: „Ég tel ríkisstjórnina vera að stinga hausnum í sandinn, þá er verið að tala um allt aðra hluti en eitthvað sem ekki er búið að útskýra. Ég tel þá bara vera að kaupa sér tíma og vonast til þess að aðrir leysi málið fyrir þá. Umfang þessara leiðréttinga sem ríkisstjórnin er að boða núna er 80 milljarðar, og meðallækkun er um ein milljón króna á umsækjanda um lækkun. „Segjum að miðað við 20 milljóna króna lán tekið 1.1.2008, þá fær fólk 1,1 milljón að jafnaði, nú frá ríkisstjórninni, meðan lánin hafa hækkað frá 20 uppí 32 milljónir. Dómurinn, þegar hann kemur í okkar máli, þá mun lánið lækka um 12 milljónir og meira því innborgunin sem þú varst búinn að greiða inná lánið, hún mun lækka líka þannig að lánið fer niður í 18 milljónir,“ segir Vilhjálmur til dæmis og til að setja málin í samhengi. Nokkuð brösuglega hefur gengið með þetta tiltekna mál en dómarinn Ásmundur Helgason, við héraðsdóm Reykjavíkur, vildi segja sig frá málinu á þeirri forsendu að hann er með verðtryggt lán sjálfur. Hann kvað upp úrskurð þess efnis en Vilhjálmur og félagar kærðu þann úrskurð til hæstaréttar á þeirri forsendu að hann væri í raun hæfur; allir á Íslandi eru tengdir verðtryggðum lánum með einum hætti eða öðrum. Ásmundur mun því fjalla um málið og felldi nú þann úrskurð að frávísun Íbúðalánasjóðs er ekki tekin gild. Framhald málsins er háð því hvað EFTA-dómstóllinn segir um málið, að sögn Ásmundar; en tvö mál eru fyrir honum, annað af svipuðum toga sem verður flutt 11. júni og varðar Verkalýðsfélag Akraness. Ásmundur hyggst bíða úrskurðar í því máli áður en hann gerir eitthvað frekar í málinu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hrósar nú sigri en fyrir stundu féll úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli er varðar frávísunarkröfu íbúðarlánasjóðs í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að bak. Dómari féllst ekki á að málinu verði vísað frá. Málshöfðunin gengur út á það sem samtökin telja ólöglega útfærslu verðtryggingar neytendalána, þar með talið húsnæðislána frá árinu 2001. „Þetta er náttúrlega stór áfangasigur að málið fái loksins að fara í efnislega meðferð. Við höfum beðið eftir þessu í að verða þrjú ár. Þetta er, eins og ég hef sagt margoft, stærsta mál Íslandssögunnar; að fá úr því skorið hvort við höfum rétt fyrir okkur,“ segir Vilhjálmur. Hann er ekki hress með aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu: „Ég tel ríkisstjórnina vera að stinga hausnum í sandinn, þá er verið að tala um allt aðra hluti en eitthvað sem ekki er búið að útskýra. Ég tel þá bara vera að kaupa sér tíma og vonast til þess að aðrir leysi málið fyrir þá. Umfang þessara leiðréttinga sem ríkisstjórnin er að boða núna er 80 milljarðar, og meðallækkun er um ein milljón króna á umsækjanda um lækkun. „Segjum að miðað við 20 milljóna króna lán tekið 1.1.2008, þá fær fólk 1,1 milljón að jafnaði, nú frá ríkisstjórninni, meðan lánin hafa hækkað frá 20 uppí 32 milljónir. Dómurinn, þegar hann kemur í okkar máli, þá mun lánið lækka um 12 milljónir og meira því innborgunin sem þú varst búinn að greiða inná lánið, hún mun lækka líka þannig að lánið fer niður í 18 milljónir,“ segir Vilhjálmur til dæmis og til að setja málin í samhengi. Nokkuð brösuglega hefur gengið með þetta tiltekna mál en dómarinn Ásmundur Helgason, við héraðsdóm Reykjavíkur, vildi segja sig frá málinu á þeirri forsendu að hann er með verðtryggt lán sjálfur. Hann kvað upp úrskurð þess efnis en Vilhjálmur og félagar kærðu þann úrskurð til hæstaréttar á þeirri forsendu að hann væri í raun hæfur; allir á Íslandi eru tengdir verðtryggðum lánum með einum hætti eða öðrum. Ásmundur mun því fjalla um málið og felldi nú þann úrskurð að frávísun Íbúðalánasjóðs er ekki tekin gild. Framhald málsins er háð því hvað EFTA-dómstóllinn segir um málið, að sögn Ásmundar; en tvö mál eru fyrir honum, annað af svipuðum toga sem verður flutt 11. júni og varðar Verkalýðsfélag Akraness. Ásmundur hyggst bíða úrskurðar í því máli áður en hann gerir eitthvað frekar í málinu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira