Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fylkir 1-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardal skrifar 19. maí 2014 16:40 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira