Fótbolti

Matthäus gagnrýnir Guardiola

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthäus liggur sjaldnast á skoðunum sínum.
Matthäus liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Vísir/Getty
Hart hefur verið sótt að Pep Guardiola, þjálfara Bayern München, eftir 4-0 tap Þýskalandsmeistaranna fyrir Real Madrid í undanúrslitunum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.

Nú síðast steig Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og þýska landsliðsins, fram og gagnrýndi Guardiola fyrir að reyna að láta þýska liðið spila eins og Barcelona gerði undir hans stjórn.

"Þú getur ekki látið þá spila katalónska leikstílinn hér. Þú getur ekki búist við að Bayern spili eins og Barcelona," sagði Matthäus, sem varð sjö sinnum meistari með Bayern á sínum tíma.

Matthäus gagnrýndi Guardiola einnig fyrir tíðar breytingar á byrjunarliði Bayern milli leikja í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. "Þetta voru of margar breytingar," sagði Matthäus. "Liðið hefði kannski ekki byrjað að villast af leið hefðu breytingarnar ekki verið svona öfgakenndar."

Matthäus sagði einnig að leikmenn Bayern hefðu brugðist Guardiola og þeir yrðu að taka ábyrgð á frammistöðu sinni.

"Þeir voru ekki nógu sjálfsgagnrýnir. Ef Bayern tapar fyrir Dortmund í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar, þá fara menn að ræða málin á alvarlegum nótum í höfuðstöðvum Bayern."


Tengdar fréttir

Real í úrslit í fyrsta sinn í tólf ár

Tólf ára bið Real Madríd eftir tíunda Evrópumeistaratitlinum gæti senn verið á enda en liðið komst auðveldlega í úrslitaleikinn með 4-0 sigri gegn ríkjandi meisturum Bayern München í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×