Fótbolti

Guardiola ætlar ekki að gefast upp á Tiki Taka

Guardiola í leiknum gegn Real. Rúllukragapeysan hans þar vakti athygli.
Guardiola í leiknum gegn Real. Rúllukragapeysan hans þar vakti athygli. vísir/getty
Tiki Taka-leikstíllinn hans Pep Guardiola, þjálfara Bayern, beið algjör skipbrot gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Bayern hélt boltanum endalaust en skapaði sér ekki nokkurn skapaðan hlut og tapaði heimaleiknum 4-0. Hinn sigursæli Guardiola hefur mátt þola mikla gagnrýni í kjölfarið.

"Ég er með mínar hugmyndir og verð að sannfæra leikmenn um að þær séu réttar. Þetta tap hefur aðeins styrkt mig í því að mín fótboltaheimspeki sé rétt," sagði Guardiola kokhraustur.

Undir stjórn Guardiola vann Barcelona eina fjórtán titla á fjórum tímabilum með þessari spilamennsku sem loksins klikkaði gegn Real.

Þó svo Meistaradeildin hafi klikkað þá vann Bayern þýsku deildina með fáheyrðum yfirburðum og er líka í bikarúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×