Erlent

Jarðskjálfti í Tókýó

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Snarpur jarðskjálfti, 6,2 að stærð, reið yfir Tókýó höfuðborg Japans í dag. Upptök skjálftans voru  á 160 kílómetra dýpi, suður af Tókýó. New York Times greinir frá.

Engar fregnir hafa borist af manntjóni og eru skemmdir taldar vera í lágmarki. Ekki er talin hætta á flóðbylgjum en yfirvöld hafa þó varað íbúa við eftirskjálftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×