Erlent

Byrjað að grafa upp svæðið þar sem Madeleine hvarf

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Breska lögreglan sem nú fer með stjórn leitarinnar að Madeleine McCann hefur fengið leyfi til þess að hefja uppgröft við svæðið þar sem litla stúlkan hvarf fyrir bráðum sjö árum síðan.

Madeleine hvarf rétt fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Foreldrar hennar þau Kate og Gerry hafa aldrei gefið upp vonina um að finna dóttur sína á lífi.

Sérfræðingar munu nú grandskoða svæðið í kringum hinn sumarleyfisstaðinn Praia da Luz en þar dvaldi stúlkan ásamt fjölskyldu sinni þegar hún hvarf. Rannsóknin hefur þegar kostað margar miljónir punda. Vonast sérfræðingarnir til þess að þessi ítarlega leit verði til þess að einhver verði handtekinn í sambandi við hvarf Madeleine.

Engar nákvæmar upplýsingar verða gefna uppi um leitina né tilganginn með henni nákvæmlega, hvort verið sé að leita að líki stúlkunnar eða vísbendingum. Foreldrum hennar er þó haldið vel upplýstum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×