Fyrsti alþingismaðurinn í sögu keppninnar Birta Björnsdóttir skrifar 6. maí 2014 20:00 Hljómsveitin Pollapönk. Ljósmynd/Daníel Rúnarsson Það eru eflaust flestir meðvitaðir um það að hljómsveitin Poppapönk stígur á svið fyrir Íslands hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld og freista liðsmenn sveitarinnar þess að komast í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardaginn. Pollapönkarar flytja lagið No Prejudice, sem samið er af Heiðari Erni Kristjánssyni og Haraldi Frey Gíslasyni sem nutu liðsinnis John Grant við enska útgáfu lagsins. Pollapönkarar hafa vakið mikla athygli í Kaupmannahöfn, og hafa meðal annars komið fram í kjólum og náttsloppum og verið iðnir að koma boðskap sínum á framfæri þar sem þeir segja fordómum stríð á hendur. „Við höfum verið mjög duglegir að reyna að vera sýnilegir og tala við fólk um boðskap lagsins. Við sjáum að það er farið að skila sér, við erum farnir að fá óvenju mikið af brosum og vinalegum kveðjum. Það er boðskapurinn sem er á oddinum hjá okkur," sagði Óttarr Proppé, alþingismaður og fjólublái polli, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Tíu atriði komast áfram í kvöld, af þeim 16 sem stíga á svið. Ef litið er til veðbanka eru ekki margir sem spá því að Ísland komist áfram í kvöld. Hafa Pollapönkarar áhyggjur af því? „Nei, við erum ekki miklir veðmálamenn þannig að við komum ekki til með að græða pening né tapa hvernig sem fer. Við ætlum bara að gera þetta almennilega, standa okkur vel og smita út frá okkur. Miðað við viðtökurnar hingað til held ég að lagið eigi alveg möguleika á að ganga vel." Óttarr er annar tveggja bakraddasöngvara í laginu, en hann er sem kunnugt er einnig þingmaður á Alþingi Íslendinga. „Það hefur svona síast út og vakið athygli. Spekingarnir segja að þetta sé í fyrsta sinn sem starfandi alþingismaður taki þátt í Eurovison. Það er einhver dæmi um það að fyrrum Eurovison-stjörnur hafi nýtt frægðina til að gerast alþingismenn síðar. En þetta er nýlunda," segir Óttarr og bætir við að hann myndi klárlega mæla með þátttöku í söngvakeppninni við kollega sína á alþingi. „Já ekki spurning, þá kannski sérstaklega þá sem halda lagi. Þetta er góður staður til að koma góðum boðskap á framfæri," segir Óttarr Proppé. Tengdar fréttir Ráðherra í Pollapönksgalla "Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir. 6. maí 2014 14:30 Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10 "Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30 Pollapönkarar mættu í ballkjólum Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision. 4. maí 2014 22:17 Enga fordóma á táknmáli Hitað upp fyrir Eurovision í kvöld. 6. maí 2014 15:30 Jakkafataklæddir Pollapönkarar ætla ótrauðir uppúr undanriðli Valli Sport spáir Íslandi 8. – 10. sæti í forkeppni Eurovision en þar verður við ramman reip að draga. 6. maí 2014 11:32 Pollapönk í úrslit Eurovision Aftur talið upp síðast af þeim sem komust áfram. 6. maí 2014 14:00 Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00 Hver tekur mark á veðbönkum? Íslandi spáð arfaslöku gengi í Eurovision. Armenía talin sigurstranglegust. 6. maí 2014 13:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Það eru eflaust flestir meðvitaðir um það að hljómsveitin Poppapönk stígur á svið fyrir Íslands hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld og freista liðsmenn sveitarinnar þess að komast í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardaginn. Pollapönkarar flytja lagið No Prejudice, sem samið er af Heiðari Erni Kristjánssyni og Haraldi Frey Gíslasyni sem nutu liðsinnis John Grant við enska útgáfu lagsins. Pollapönkarar hafa vakið mikla athygli í Kaupmannahöfn, og hafa meðal annars komið fram í kjólum og náttsloppum og verið iðnir að koma boðskap sínum á framfæri þar sem þeir segja fordómum stríð á hendur. „Við höfum verið mjög duglegir að reyna að vera sýnilegir og tala við fólk um boðskap lagsins. Við sjáum að það er farið að skila sér, við erum farnir að fá óvenju mikið af brosum og vinalegum kveðjum. Það er boðskapurinn sem er á oddinum hjá okkur," sagði Óttarr Proppé, alþingismaður og fjólublái polli, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Tíu atriði komast áfram í kvöld, af þeim 16 sem stíga á svið. Ef litið er til veðbanka eru ekki margir sem spá því að Ísland komist áfram í kvöld. Hafa Pollapönkarar áhyggjur af því? „Nei, við erum ekki miklir veðmálamenn þannig að við komum ekki til með að græða pening né tapa hvernig sem fer. Við ætlum bara að gera þetta almennilega, standa okkur vel og smita út frá okkur. Miðað við viðtökurnar hingað til held ég að lagið eigi alveg möguleika á að ganga vel." Óttarr er annar tveggja bakraddasöngvara í laginu, en hann er sem kunnugt er einnig þingmaður á Alþingi Íslendinga. „Það hefur svona síast út og vakið athygli. Spekingarnir segja að þetta sé í fyrsta sinn sem starfandi alþingismaður taki þátt í Eurovison. Það er einhver dæmi um það að fyrrum Eurovison-stjörnur hafi nýtt frægðina til að gerast alþingismenn síðar. En þetta er nýlunda," segir Óttarr og bætir við að hann myndi klárlega mæla með þátttöku í söngvakeppninni við kollega sína á alþingi. „Já ekki spurning, þá kannski sérstaklega þá sem halda lagi. Þetta er góður staður til að koma góðum boðskap á framfæri," segir Óttarr Proppé.
Tengdar fréttir Ráðherra í Pollapönksgalla "Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir. 6. maí 2014 14:30 Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10 "Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30 Pollapönkarar mættu í ballkjólum Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision. 4. maí 2014 22:17 Enga fordóma á táknmáli Hitað upp fyrir Eurovision í kvöld. 6. maí 2014 15:30 Jakkafataklæddir Pollapönkarar ætla ótrauðir uppúr undanriðli Valli Sport spáir Íslandi 8. – 10. sæti í forkeppni Eurovision en þar verður við ramman reip að draga. 6. maí 2014 11:32 Pollapönk í úrslit Eurovision Aftur talið upp síðast af þeim sem komust áfram. 6. maí 2014 14:00 Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00 Hver tekur mark á veðbönkum? Íslandi spáð arfaslöku gengi í Eurovision. Armenía talin sigurstranglegust. 6. maí 2014 13:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Ráðherra í Pollapönksgalla "Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir. 6. maí 2014 14:30
Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10
"Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30
Jakkafataklæddir Pollapönkarar ætla ótrauðir uppúr undanriðli Valli Sport spáir Íslandi 8. – 10. sæti í forkeppni Eurovision en þar verður við ramman reip að draga. 6. maí 2014 11:32
Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00
Hver tekur mark á veðbönkum? Íslandi spáð arfaslöku gengi í Eurovision. Armenía talin sigurstranglegust. 6. maí 2014 13:30