„Þetta var langur tími, en við misstum aldrei vonina“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2014 15:09 vísir/afp „Þetta var langur tími, en við misstum aldrei vonina,“sagði Didier Francoi, einn þeirra sem haldið var föngum í tíu mánuði í Sýrlandi. Fjórir fjölmiðlamenn komu til síns heima í dag. Francois Hollande forseti Frakklands tók á móti fjölmiðlamönnunum við heimkomuna á herflugvelli skammt frá París. Hann sagði komu þeirra heim vera stund gleði og stolts fyrir franska þjóð. Fjölmiðlamönnunum var rænt af öfgasamtökunum Isis í júní á síðasta ári. Þeir voru handjárnaðir með bundið fyrir augun og geymdir í ljóslitlum kjallara svo mánuðum skipti. Tyrkneskir hermenn fundu fjölmiðlamennina fyrir tilviljun síðastliðinn föstudag á afskekktu svæði í Tyrklandi þar sem þeir allir voru með bundið fyrir augun. Orðrómur hefur verið uppi um að Frakkar hafi greitt lausnargjald fyrir frönsku fjölmiðlamennina en því neitar Frakklandsforseti. „Ríkið greiðir aldrei lausnarfé. Við höfum hins vegar lengi verið í viðræðum við þá sem héldu þeim föngnum um að sleppa þeim lausum. Öll samskipti okkar voru eins og í eðlilegum samningaviðræðum,“ segir Hollande en enn eru tveir Frakkar í haldi ódæðismannanna. Yfir 150 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi og milljónir hafa flúið heimili sín. Sýrland er einn hættulegasti staður heims fyrir fjölmiðlamenn. Yfir 60 fjölmiðlamenn hafa látið lífið frá því að uppreisn gegn Assad forseta hófst. Fjölmiðlamennirnir fjórir heita Edouard Elias 23 ára, Didier Francois 53 ára, Nicolas Henin 37 ára og Pierre Torres 29 ára. Mið-Austurlönd Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
„Þetta var langur tími, en við misstum aldrei vonina,“sagði Didier Francoi, einn þeirra sem haldið var föngum í tíu mánuði í Sýrlandi. Fjórir fjölmiðlamenn komu til síns heima í dag. Francois Hollande forseti Frakklands tók á móti fjölmiðlamönnunum við heimkomuna á herflugvelli skammt frá París. Hann sagði komu þeirra heim vera stund gleði og stolts fyrir franska þjóð. Fjölmiðlamönnunum var rænt af öfgasamtökunum Isis í júní á síðasta ári. Þeir voru handjárnaðir með bundið fyrir augun og geymdir í ljóslitlum kjallara svo mánuðum skipti. Tyrkneskir hermenn fundu fjölmiðlamennina fyrir tilviljun síðastliðinn föstudag á afskekktu svæði í Tyrklandi þar sem þeir allir voru með bundið fyrir augun. Orðrómur hefur verið uppi um að Frakkar hafi greitt lausnargjald fyrir frönsku fjölmiðlamennina en því neitar Frakklandsforseti. „Ríkið greiðir aldrei lausnarfé. Við höfum hins vegar lengi verið í viðræðum við þá sem héldu þeim föngnum um að sleppa þeim lausum. Öll samskipti okkar voru eins og í eðlilegum samningaviðræðum,“ segir Hollande en enn eru tveir Frakkar í haldi ódæðismannanna. Yfir 150 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi og milljónir hafa flúið heimili sín. Sýrland er einn hættulegasti staður heims fyrir fjölmiðlamenn. Yfir 60 fjölmiðlamenn hafa látið lífið frá því að uppreisn gegn Assad forseta hófst. Fjölmiðlamennirnir fjórir heita Edouard Elias 23 ára, Didier Francois 53 ára, Nicolas Henin 37 ára og Pierre Torres 29 ára.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna