"Þetta er litla barnið mitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 15:49 Inga Ragnarsdóttir fylgist vel með ævintýrum sonar síns á Everest. Vísir/Daníel/Aðsend Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær. Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær.
Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32
Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15
Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35