"Þetta er litla barnið mitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 15:49 Inga Ragnarsdóttir fylgist vel með ævintýrum sonar síns á Everest. Vísir/Daníel/Aðsend Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær. Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær.
Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32
Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15
Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35