Erlent

Umfangsmestu kosningar sögunnar hafnar

Vísir/AFP
Þingkosningar eru hafnar í Indlandi en um er að ræða fjölmennustu þingkosningar jarðar.  Rúmlega átta hundruð milljónir Indverja eru með kosningarétt og helstu málin eru spilling í landinu og há verðbólga.

Tveir flokkar eru sigurstranglegastir, Congress flokkurinn sem nú er við völd, og þjóðernisflokkur Hindúa, BJP. Kosningafyrirkomulagið er flókið, í níu skrefum, og þótt kjörfundur hefjsit í dag lýkur honum ekki fyrr en tólfta maí næstkomandi.

Núverandi forsætisráðherra, Manmohan Singh ætlar að láta af embætti og nýr leiðtogi flokksins er Rahul Gandhi, enn einn úr þeirri fjölskyldu sem lætur til sín taka í stjórnmálum Indlands. Það er hinsvegar fastlega búist við því að BJP flokkurinn fari með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×