Erlent

Slagsmál brutust út milli kennara og nemanda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mark Black er glímuþjálfari skólans.
Mark Black er glímuþjálfari skólans.
Mark Black, eðlisfræðikennari, hefur verið sendur í tímabundið leyfi eftir að hafa ráðist á nemanda sinn inn í kennslustofu í Santa Monica High School í Bandaríkjunum.

Atvikið náðist á myndbandsupptöku og hafa nú þegar yfir ein milljón manns séð myndbandið.

Lögreglan Kaliforníu rannsakar nú málið en kennarinn mun einnig vera glímuþjálfari skólans.

Nemandinn er grunaður um að hafa haft kannabisefni á sér þegar atvikið átti sér stað og hafði kennarinn áður reynt að ræða við hann.

Vitni segja að nemandinn hafi ætlað sér að stinga kennarann með penna og þá hafi allt farið á versta veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×