Erlent

Talar fimm tungumál en veit ekki hvað hann heitir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Lögregluyfirvöld í Ósló reyna nú að bera kennsl á mann sem talar fimm tungumál og man hvorki hvað hann heitir né hvaðan hann kemur. Maðurinn gengur undir heitinu John Smith.

Hann fannst ráfandi um í snjónum í Ósló í desember síðastliðnum og var í slæmi ásigkomulagi og ekki með nein skilríki, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Lögreglan segir hann á þrítugsaldri, hann tali góða ensku með austur-evrópskum hreim og hann skilji einnig tékknesku, slóvakísku, pólsku og rússnesku. Hann er 187 sentímetrar á hæð, með blá augu og ljóst hár.

Þrátt fyrir að lögreglan hafi reynt að bera kennsl á hann með hjálp Interpol, hefur ekkert gengið. Nú hefur hann samþykkt að leita hjálpar hjá almenningi í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×