Erlent

Spennan í Úkraínu rædd í næstu viku

John Kerry og Sergei Lavrov munu hittast í næstu viku til að ræða málefni Úkraínu.
John Kerry og Sergei Lavrov munu hittast í næstu viku til að ræða málefni Úkraínu. vísir/afp
Háttsettir ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Úkraínu ætla að hittast á fundum í næstu viku til þess að ræða ástandið í Úkraínu og spennuna á milli Úkraínumanna og Rússa sem fer nú vaxandi á ný.

Á fundinn munu utanríkisráðherrar ríkjanna mæta ásamt Catherine Ashton, sem fer með utanríkismálin hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stjórnvöld í höfuðborginni Kænugarði ásaka Rússa nú um að kynda undir ófriðarbáli í austanverðu landinu og taka Bandaríkjamenn undir þær ásakanir.

Rússar mótmæla því harðlega og segjast ekki nein áform um að ráðast inn í Úkraínu, umfram það sem orðið er. Engu að síður eru rússneskir hermenn í tugþúsundatali við landamærin að austurhéruðum Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×