Fyrsta hugsunin var um barnið - Heyrði hann kalla mamma, mamma Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. apríl 2014 11:20 MYND/MASHABLE 26 ára gömul kona, Rebekah Gregory, sem varð fyrir sprengju í árásinni í Boston í Bandaríkjunum fyrir rétt um ári síðan segist vera orðin þreytt í viðtali við fréttasíðuna Mashable. Þar lýsir hún fyrstu mínútunum eftir árásina og hvernig hafi gengið að jafna sig af meiðslunum. Sprengjurnar sprungu við marklínu maraþonsins sem fram fór í borginni 15. apríl í fyrra. Fjórir létust í árásinni og fjölmargir slösuðust og þar af margir alvarlega. Rebekah hefur þurft að fara í 16 aðgerðir eftir árásina. Hægri fótur hennar brenndist illa. Vefir, vöðvar og bein í vinstri fætinum skemmdust illa þegar sprengjan skall á henni. Hún ákvað að treysta læknunum að hægt yrði að bjarga fætinum en enn þann dag í dag getur hún ekkert notað fótinn og verkirnir hafa versnað til muna. Hún hlaut einnig slæmt sár á aðra höndina. Reikningar vegna læknisþjónustu hrannast upp og Rebekah þarf að notast við hjólastól þar sem hún getur tæplega gengið.Vildi bara vita að það væri í lagi með soninn Rebekah á unnusta og 5 ára gamlan son. Hún lýsir því hvernig henni finnist hún vera dragbítur á fjölskylduna. Læknarnir hennar vilja að hún fari í 17 aðgerðina en Rebekah segist orðin vonlítil um að ein aðgerð til viðbótar breyti nokkru. Hún vill þó ekki valda læknunum sem hafa stutt hana allan þennan tima vonbrigðum en segist varla geta staðið í þessu mikið lengur. Meiðslin og verkirnir minni hana stöðugt á daginn sem hún og hennar nánustu hefðu getað látið lífið.Frá vettvangi stuttu eftir sprengingarnar.„Þegar versta áfallið var yfirstaðið var fyrsta hugsunin, hvar er barnið mitt,“ segir Rebekah. „Ég heyrði varla neitt, en ég heyrði samt í honum, gráta og kalla, mamma, mamma. En ég fann hann hvergi. Ég heyrði hvað hann var hræddur.“ Hún lýsir því hvernig hún reyndi að standa upp og þegar henni varð litið á fæturna. Fyrst hélt hún að þeir væru báðir farnir en hún gat ekki séð það almennilega og hún fann ekki fyrir neinu. Hún sá bein liggja við hlið sér og vissi ekki hvort það voru hennar eigin bein. Þegar hún sá son sinn reyndi hún að teygja sig í átt til hans en sá þá beinin stingast út úr höndunum. „Ég lagðist aftur niður og þá helltist sársaukinn yfir mig. Mesti sársauki sem ég hef nokkurntíman fundið,“ segir hún. „Ég gat ekki andað, ég sá ekki neitt, ég hélt að ég væri að deyja.“ „Guð, ef þetta er minn tími, taktu mig þá, en leyfðu mér að sjá hvort barnið mitt sé í lagi,“ segist hún hafa hugsað. Frænka mannsins hennar kom svo með son hennar til hennar og hún sá að það var í lagi með hann. Léttirinn hafi verið mikill. Það sem hafi gerst á eftir er í mikillið móðu að hennar sögn. En hún var send á sjúkrahús ásamt fjölskyldu sinni.Hittast reglulega og deila reynslu sinni Nokkrir þeirra sem slösuðust lífshættulega en lifðu af hafa hist reglulega til þess að deila reynslu sinni og finna stuðning. Hún segir marga ganga mun betur en henni. „Á einhverjum tímapunkti, verður maður að halda áfram með líf sitt,“ sagði önnur kona við hana sem einnig slasaðist alvarlega.„ Ef líkaminn segir að þú getir ekki reynt meira og þú sért of þreytt, þá þarftu að hlusta á það. Ef maður finnur það innst inni að það sé það sem maður á að gera, þá er það líklega rétt.“ En hún ætlar sér í 17 aðgerðina og svo er brúðkaup á döfinni en hún ætlar að ganga í hjónaband með unnusta sínum eftir nokkrar vikur. Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
26 ára gömul kona, Rebekah Gregory, sem varð fyrir sprengju í árásinni í Boston í Bandaríkjunum fyrir rétt um ári síðan segist vera orðin þreytt í viðtali við fréttasíðuna Mashable. Þar lýsir hún fyrstu mínútunum eftir árásina og hvernig hafi gengið að jafna sig af meiðslunum. Sprengjurnar sprungu við marklínu maraþonsins sem fram fór í borginni 15. apríl í fyrra. Fjórir létust í árásinni og fjölmargir slösuðust og þar af margir alvarlega. Rebekah hefur þurft að fara í 16 aðgerðir eftir árásina. Hægri fótur hennar brenndist illa. Vefir, vöðvar og bein í vinstri fætinum skemmdust illa þegar sprengjan skall á henni. Hún ákvað að treysta læknunum að hægt yrði að bjarga fætinum en enn þann dag í dag getur hún ekkert notað fótinn og verkirnir hafa versnað til muna. Hún hlaut einnig slæmt sár á aðra höndina. Reikningar vegna læknisþjónustu hrannast upp og Rebekah þarf að notast við hjólastól þar sem hún getur tæplega gengið.Vildi bara vita að það væri í lagi með soninn Rebekah á unnusta og 5 ára gamlan son. Hún lýsir því hvernig henni finnist hún vera dragbítur á fjölskylduna. Læknarnir hennar vilja að hún fari í 17 aðgerðina en Rebekah segist orðin vonlítil um að ein aðgerð til viðbótar breyti nokkru. Hún vill þó ekki valda læknunum sem hafa stutt hana allan þennan tima vonbrigðum en segist varla geta staðið í þessu mikið lengur. Meiðslin og verkirnir minni hana stöðugt á daginn sem hún og hennar nánustu hefðu getað látið lífið.Frá vettvangi stuttu eftir sprengingarnar.„Þegar versta áfallið var yfirstaðið var fyrsta hugsunin, hvar er barnið mitt,“ segir Rebekah. „Ég heyrði varla neitt, en ég heyrði samt í honum, gráta og kalla, mamma, mamma. En ég fann hann hvergi. Ég heyrði hvað hann var hræddur.“ Hún lýsir því hvernig hún reyndi að standa upp og þegar henni varð litið á fæturna. Fyrst hélt hún að þeir væru báðir farnir en hún gat ekki séð það almennilega og hún fann ekki fyrir neinu. Hún sá bein liggja við hlið sér og vissi ekki hvort það voru hennar eigin bein. Þegar hún sá son sinn reyndi hún að teygja sig í átt til hans en sá þá beinin stingast út úr höndunum. „Ég lagðist aftur niður og þá helltist sársaukinn yfir mig. Mesti sársauki sem ég hef nokkurntíman fundið,“ segir hún. „Ég gat ekki andað, ég sá ekki neitt, ég hélt að ég væri að deyja.“ „Guð, ef þetta er minn tími, taktu mig þá, en leyfðu mér að sjá hvort barnið mitt sé í lagi,“ segist hún hafa hugsað. Frænka mannsins hennar kom svo með son hennar til hennar og hún sá að það var í lagi með hann. Léttirinn hafi verið mikill. Það sem hafi gerst á eftir er í mikillið móðu að hennar sögn. En hún var send á sjúkrahús ásamt fjölskyldu sinni.Hittast reglulega og deila reynslu sinni Nokkrir þeirra sem slösuðust lífshættulega en lifðu af hafa hist reglulega til þess að deila reynslu sinni og finna stuðning. Hún segir marga ganga mun betur en henni. „Á einhverjum tímapunkti, verður maður að halda áfram með líf sitt,“ sagði önnur kona við hana sem einnig slasaðist alvarlega.„ Ef líkaminn segir að þú getir ekki reynt meira og þú sért of þreytt, þá þarftu að hlusta á það. Ef maður finnur það innst inni að það sé það sem maður á að gera, þá er það líklega rétt.“ En hún ætlar sér í 17 aðgerðina og svo er brúðkaup á döfinni en hún ætlar að ganga í hjónaband með unnusta sínum eftir nokkrar vikur.
Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira