Erlent

Tuttugu særðir eftir hnífaárás í bandarískum menntaskóla

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Flugvél sótti einn hinna slösuðu og var flogið með hann á nærliggjandi sjúkrahús.
Flugvél sótti einn hinna slösuðu og var flogið með hann á nærliggjandi sjúkrahús.
Maður sem grunaður er um að hafa stungið tuttugu nemendur við menntaskólann, Franklin Regional Senior High School í borginni Murrysville, hefur verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. CNN greinir frá. Borgin er í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Pittsburg.

Flugvél sótti einn hinna særðu og var honum flogið á nærliggjandi sjúkrahús. Engar liggja fyrir frekari upplýsingar um meiðsli annarra né hver aðdragandi árársinnar var eða henni háttaði nánar.

Frétt uppfærð klukkan: 13:20. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×