Erlent

Myrti kærastann með háhæluðum skó

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Skór með svokölluðum stiletto-hæl geta verið banvænir. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Skór með svokölluðum stiletto-hæl geta verið banvænir. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Ana Trujillo var sakfelld fyrir að myrða kærasta sinn, háskólaprófessor, með háhæluðum stiletto" skó. CNN segir frá.

Trujillo á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð kærasta síns, Alf Stefan Andersson.

Þegar lögregla mætti á svæðið opnaði Trujillo hurðina á íbúð Andersson, meðan fórnarlambið lá í stigaganginum alblóðugt. Skórinn banvæni var liggjandi við höfuð Andersson.

Stiletto-hælar eru þráðbeinir og tiltölulega oddhvassir, en þeir eru nefndir eftir ákveðinni tegund ítalsks rýtings með þríeggja blaði.

Trujillo, sem starfaði sem nuddari, hafði þá nýlega flutt inn til prófessorsins. Sagði hún rannsakendum að Andersson hafi gripið til hennar og þau flogist á í kjölfarið.

Fórnarlambið var prófessor við Houston-háskóla. Þar vann hann að vísindalegum rannsóknum um frumukjarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×