Erlent

Ebólafaraldurinn berst til Líberíu

Bjarki Ármannsson skrifar
Starfsfólk Rauða Krossins í Gíneu mætir á spítala í höfuðborginni Conakry í dag.
Starfsfólk Rauða Krossins í Gíneu mætir á spítala í höfuðborginni Conakry í dag. Vísir/AFP
Ebólafaraldur herjar nú á Vestur-Afríkubúa en í dag greindust fyrstu tilfellin í Líberíu. Vírusinn hefur þegar fellt 78 manns í Gíneu síðan í Janúar.

Í frétt BBC kemur fram að talsmaður hjálparsamtakanna Læknar án landamæra segir faraldurinn fordæmalausan að stærð og að gríðarlega erfitt sé að hafa stjórn á útbreiðslu vírussins.

Ebólavírusinn berst nokkuð auðveldlega á milli manna og er banvænn í 25 til 90 prósent tilvika. Engin lækning er til við vírusnum, né bólusetning gegn honum. Fjórir hafa látist í Líberíu af völdum vírussins á undanförnum dögum og bað heilbrigðismálaráðherra landsins, Walter Gwenigale, Líberíumenn í dag að hætta að stunda kynlíf til að sporna við Ebólasmiti. Einnig er fólki ráðlegt að kyssast ekki né takast í hendur.

Yfirvöld í Sierra Leone hafa tilkynnt um fimm grunuð en óstaðfest tilfelli á meðan Senegal hefur lokað fjölförnum landamærum sínum við Gíneu. 


Tengdar fréttir

Ebóla hugsanlega í Kanada

Grunur leikur á að karlmaður, sem nýverið kom til Kanada frá Vestur-Afríku, hafi smitast af ebólu vírusnum. Karlmaðurinn er í lífshættulegu ástandi á sjúkrahúsi í Saskatoon í Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×