Erlent

Hlutabréf í Rússlandi hrynja í verði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Rússnesk hlutabréf féllu mikið og hratt í verði í morgun þegar fjárfestar hræddust harðari viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna en gert hafði verið ráð fyrir. Þvinganirnar beinast að miklu leyti gegn innri hring Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Frá þessu er sagt á vef Reuters.

Bandaríkin bættu 20 nöfnum við svartan lista og þar á meðal nafn bankamannsins Yuri Kovalchuk og banka hans Bank Rossiya, starfsmannastjóri Pútíns og æðsti maður leyniþjónustu Rússlands. Þá mega fyrirtækin Visa og MasterCard ekki lengur þjónusta bankann SMP bank, sem er í eigu rússneska ríkisins.

Um þvinganir gegn bankanum sagði Vladimir Pútín. „Persónulega er ég ekki með reikning í bankanum en ég mun opna slíkan á mánudaginn.“


Tengdar fréttir

Utanríkisráðherra staðfestir þvingunaraðgerðir

Utanríkisráðherra fordæmir innlimun Rússlands á Krím og ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að Krímskagi skyldi verða hluti af Rússlandi.

Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson fer í opinbera heimsókn til Úkraínu í dag þar sem hann mun ræða við stjórnvöld um ástandið í landinu. Hann staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn þeim sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×