Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. mars 2014 09:00 Gunnar Bragi Sveinsson Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira