Innlent

Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga.

Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði.

„Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið.

Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun.

Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.