Mikilvægt að kynna sér ástandið af eigin raun Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2014 10:07 Gunnar Bragi Sveinsson. vísir/kristinn Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru með í för og munu greina frá heimsókninni. Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins. Gunnar Bragi mun kynna ráðamönnum í Kænugarði afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirtöku Rússa á Krímskaga sem ráðherrann hefur lýst yfir að sé brot á alþjóðalögum og þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum. En Ísland hefur t.d ásamt öðrum EFTA ríkjum slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum um fríverslunarsamning við Rússa og þá gilda einnig ferðatakmarkanir sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sett á hóp rússneskra og úkraínskra stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptamanna, sem og um frystingu eigna. Gunnar Bragi ætlar að að kynna sér ástandið af eigin raun. Um borð í flugvél Icelandair til Helsinki, þar sem millilent verður á leiðinni til Kænugarðs sagði Gunnar Bragi að Fyrir utan fundi með ráamönnum stefni hann að því að eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og alþjóðastofnana. „Mér finnst mikilvægt að sýna Úkraínumönnum samstöðu á þessum erfiðu tímum," segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra og föruneyti hans er væntanlegur til Kænugarðs um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og hefst hin formlega dagskrá hans snemma í fyrramálið. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru með í för og munu greina frá heimsókninni. Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins. Gunnar Bragi mun kynna ráðamönnum í Kænugarði afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirtöku Rússa á Krímskaga sem ráðherrann hefur lýst yfir að sé brot á alþjóðalögum og þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum. En Ísland hefur t.d ásamt öðrum EFTA ríkjum slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum um fríverslunarsamning við Rússa og þá gilda einnig ferðatakmarkanir sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sett á hóp rússneskra og úkraínskra stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptamanna, sem og um frystingu eigna. Gunnar Bragi ætlar að að kynna sér ástandið af eigin raun. Um borð í flugvél Icelandair til Helsinki, þar sem millilent verður á leiðinni til Kænugarðs sagði Gunnar Bragi að Fyrir utan fundi með ráamönnum stefni hann að því að eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og alþjóðastofnana. „Mér finnst mikilvægt að sýna Úkraínumönnum samstöðu á þessum erfiðu tímum," segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra og föruneyti hans er væntanlegur til Kænugarðs um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og hefst hin formlega dagskrá hans snemma í fyrramálið.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira