Erlent

Ungabarn lést aurskriðunni í Washington ríki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stúlkan sem lést var fjögurra mánaða. Hér sést hún ásamt móður sinni.
Stúlkan sem lést var fjögurra mánaða. Hér sést hún ásamt móður sinni.
Fjögurra mánaða gamalt barn fannst í gær, látið, í aurskriðunni sem féll í Washington ríki á laugardag. NBC greinir frá.

Barnið var í umsjá ömmu sinnar þegar aurskriðan féll. Amma barnsins fannst látin síðastliðinn sunnudag.

Tuttugu og fimm eru látnir og að minnsta kosti níutíu manns er saknað nú sex dögum eftir að aurskriðan féll.

Tala látinna hefur hækkað með hverjum deginum sem líður og talið er að litlar líkur séu á að nokkur maður finnist þar á lífi.

Leitaraðstæður eru erfiðar þar sem jarðvegur er blautur og er honum líkt við kviksyndi. Líkur eru á að fleiri skriður muni falla sem gerir leitarmönnum erfitt fyrir.

Aurskriðan lagði heilu og hálfu hverfin í rúst og eyðilögðust að minnsta kosti þrjátíu heimili.

Leitarmenn og þyrlur eru á svæðinu og stendur leit enn yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×