Innlent

Veit ekki hver lak minnisblaðinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var gestur Mikaels Torfasonar í Minni skoðun í dag. 

Farið var yfir víðan völl í viðtalinu en meðal annars var fjallað um leka minnisblaðs úr innanríkisráðuneytinu sem vakið hefur undrun margra. Helga Vala Helgadóttir, héraðsdómslögmaður og 'virkur í athugasemdum' vikunnar, spurði Hönnu hreint út hver lekið hefði minnisblaðinu.

„Ég get ekki svarað því,“ sagði Hanna Birna.

„Veit það ekki. Þess vegna er málið í ákveðinni rannsókn.“

Hún tók það fram að ráðuneytið hefur margsinnis harmað lekann en gat lítið tjáð sig um rannsókn málsins sem er í gangi.

Hanna Birna sagði einnig að ríkisstjórnin útilokaði ekkert þegar kæmi að viðræðuslitum Íslands við Evrópusambandið.

Í máli hennar kom fram að hún hefði annað plan í gjaldeyrismálum fyrir Ísland en Evrópusambandsaðild og að hún hefði trú á því að með aðgerðum hér innanlands megi koma gjaldeyrismálum í betra horf, það sé einnig skoðun ríkisstjórnarinnar. Hún vill klára umræðu um viðræðuslit og segir bæði sig, forsætisráðherra og fjármálaráðherra opin fyrir því að skoða aðkomu almennings að því verkefni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.