Erlent

Níu hundruð látnir í Katar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Svona kemur einn leikvangurinn í Katar til með að líta út gangi áætlanir heimamanna eftir.
Svona kemur einn leikvangurinn í Katar til með að líta út gangi áætlanir heimamanna eftir. vísir/afp
Níu hundruð verkamenn hafa látið lífið við byggingarvinnu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar árið 2022. Verkamennirnir eru flestir frá Nepal og Indlandi.

Talið er að framkvæmdirnar muni kosta að minnsta kosti fjögur þúsund manns lífið áður en mótið fer fram muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.

Verði það ekki gert er talið að árlegt mannfall geti farið í sex hundruð á ári.

Auk hinna látnu vinna þúsundir við aðstæður sem falla undir skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunar(ILO) á þrælahaldi.

Hjartabilun og hjartastopp er algengasta orsök þeirra sem týnt hafa lífi og spila hættulegar aðstæður á svæðinu mikið inn í. Byggingarvinnan fyrir mótið þykir einstaklega erfið og fer fram í rúmlega 40 gráðu hita yfir sumarmánuðina og hafa verkamenn takmarkaðan aðgang að vatni.

Fjölmargir fullyrða að þeir hafi ekki fengið laun sín greidd og er vegabréfum verkamanna  haldið til að koma í veg fyrir að þeir hlaupist á brott.


Tengdar fréttir

Þrælar láta lífið fyrir HM í Katar

Tugir verkamanna frá Nepal hafa látið lífið í Katar undanfarnar vikur við undirbúningsvinnu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×