Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 22:47 Theodór Elmar byrjaði í hægri bakverðinum gegn Wales. Vísir/EPA „Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
„Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti