Erlent

ESB leiðtogar funda um ástandið í Úkraínu

Angela Merkel Þýskalandskanslari er sögð vilja leggja áherslu á friðsamlegar viðræður fremur en viðskiptaþvinganir.
Angela Merkel Þýskalandskanslari er sögð vilja leggja áherslu á friðsamlegar viðræður fremur en viðskiptaþvinganir.
Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman til fundar klukkan hálfellefu í Brussel í dag dag til þess að ræða viðbrögð ESB við innrás Rússa á Krímskaga.

Sum aðildarlöndin, Bretland, og sérstaklega þau sem eru í austur-Evrópu, krefjast þess að hótunum um harðar viðskiptaþvinganir verði beitt gegn Pútín forseta, en aðrir með Þjóðverja í fararbroddi, leggja áherslu á að ræða málið við Rússa.

Lítið kom út úr viðræðum utanríkisráðherra Rússa og Bandaríkjamanna í gær en herlið Rússa er nú með öll völd á Krímskaga. Evrópusambandið hefur nú ákveðið að frysta eignir átján Úkraínumanna, þar á meðal eignir Viktors Janúkóvítsj, fyrrverandi forseta og helstu aðstoðarmanna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×