Feitir fá ekki að fljúga út á olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2014 11:31 Starfsmenn borpalla þurfa, klæddir flotbúningi, að geta komist í gegnum op sem er 48 x 66 sentímetrar að stærð. vísir/getty Breska loftferðaeftirlitið hefur tilkynnt um hertar öryggisreglur vegna þyrluflugs til olíuborpalla. Tilefnið er mun hærri slysatíðni hjá Bretum en Norðmönnum en 14 af 15 þyrluslysum í Norðursjó á undanförnum fimmtán árum gerðust í breskri lögsögu. Á síðustu fimm árum urðu fimm þyrluslys með 20 dauðsföllum. Mesta athygli vekur að þyrluflugrekendum verður frá 1. apríl bannað að flytja farþega sem eru of stórir til að geta komist fullklæddir út um opnanlega neyðarglugga á þyrlunum. Ekki er búið að ákveða við hvaða ummál farþega verður miðað en lágmarksstærð á neyðargluggum á þyrlum verður 48 sentímetra breidd og 66 sentímetra hæð. Borpallastarfsmenn þurfa að geta troðið sér í gegnum slíkt op íklæddir flotbúningi og öðrum nauðsynlegum björgunarbúnaði á sjó. Þá verður þess krafist að þyrlurnar verði búnar neyðarflotholtum sem komi í veg fyrir að þær velti á hliðina eftir nauðlendingu á sjó. Það er norska blaðið Teknisk Ukeblad sem greinir frá þessu. Hertar reglur eru settar í framhaldi af rannsókn breskra flugmálayfirvalda á því hversvegna mun fleiri slys urðu hjá flugrekendum sem fljúga út á breska borpalla í Norðursjó heldur en þeim sem fljúga út á norska borpalla. Á árabilinu frá 1992-2013 var tilkynnt um 25 þyrluslys á breska hlutanum, þar af sjö dauðaslys, sem kostuðu alls 51 mannslíf. Á sama tíma var eitt dauðaslys í þyrluflugi á norska hlutanum, sem kostaði tólf mannslíf. Tíðni dauðaslysa á breska hlutanum reyndist vera 0,34 á hverja 100.000 flugtíma eða þrefalt hærri en á norska hlutanum þar sem tíðnin var 0,11 slys á 100.000 flugtíma. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Breska loftferðaeftirlitið hefur tilkynnt um hertar öryggisreglur vegna þyrluflugs til olíuborpalla. Tilefnið er mun hærri slysatíðni hjá Bretum en Norðmönnum en 14 af 15 þyrluslysum í Norðursjó á undanförnum fimmtán árum gerðust í breskri lögsögu. Á síðustu fimm árum urðu fimm þyrluslys með 20 dauðsföllum. Mesta athygli vekur að þyrluflugrekendum verður frá 1. apríl bannað að flytja farþega sem eru of stórir til að geta komist fullklæddir út um opnanlega neyðarglugga á þyrlunum. Ekki er búið að ákveða við hvaða ummál farþega verður miðað en lágmarksstærð á neyðargluggum á þyrlum verður 48 sentímetra breidd og 66 sentímetra hæð. Borpallastarfsmenn þurfa að geta troðið sér í gegnum slíkt op íklæddir flotbúningi og öðrum nauðsynlegum björgunarbúnaði á sjó. Þá verður þess krafist að þyrlurnar verði búnar neyðarflotholtum sem komi í veg fyrir að þær velti á hliðina eftir nauðlendingu á sjó. Það er norska blaðið Teknisk Ukeblad sem greinir frá þessu. Hertar reglur eru settar í framhaldi af rannsókn breskra flugmálayfirvalda á því hversvegna mun fleiri slys urðu hjá flugrekendum sem fljúga út á breska borpalla í Norðursjó heldur en þeim sem fljúga út á norska borpalla. Á árabilinu frá 1992-2013 var tilkynnt um 25 þyrluslys á breska hlutanum, þar af sjö dauðaslys, sem kostuðu alls 51 mannslíf. Á sama tíma var eitt dauðaslys í þyrluflugi á norska hlutanum, sem kostaði tólf mannslíf. Tíðni dauðaslysa á breska hlutanum reyndist vera 0,34 á hverja 100.000 flugtíma eða þrefalt hærri en á norska hlutanum þar sem tíðnin var 0,11 slys á 100.000 flugtíma.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira