Segir utanríkisráðherra tala glannalega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 12:07 Stefán segir að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu stundum einfeldningsleg. vísir/afp/stefán Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“ Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“
Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30
Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15