Segir utanríkisráðherra tala glannalega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 12:07 Stefán segir að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu stundum einfeldningsleg. vísir/afp/stefán Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“ Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“
Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30
Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15