Mótmæli upp á líf og dauða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 13:14 Gústaf var í Kænugarði dagana 22. til 24. janúar. mynd/samherji Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“ Úkraína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“
Úkraína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira