Mótmæli upp á líf og dauða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 13:14 Gústaf var í Kænugarði dagana 22. til 24. janúar. mynd/samherji Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“ Úkraína Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“
Úkraína Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira