Erlent

Mega neita að eiga viðskipti við samkynhneigða

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vísir/Getty
Yfirvöld í Arizona ríki í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöld löggjöf sem heimilar verslunareigendum að neita samkynhneigðum um þjónustu svo lengi sem þeir geti fært sönnun fyrir því að það gangi gegn trúarskoðunum þeirra.

Lögin voru samþykkt með 33 atkvæðum repúblikana gegn 27 atkvæðum demókrata. Þau verða nú send ríkisstjóranum, Jan Brewer til staðfestingar.

Brewer felldi úr gildi svipuð lög í fyrra en hefur þó lýst því yfir að hún styðji þó rétt verslunareigenda til að hafna viðskiptum við samkynhneigða. Lagasetningunni var harðlega mótmælt víða um ríkið í gær.

Brewer segir þó að hann viðurkenni rétt verslunareigenda til að ráða yfir því hverja þeir eigi viðskipti við.

„Ég veit ekki hvort þetta ætti að vera lögfest,“ segir Brewer og bætir við: „Ég tel að hver sem rekur fyrirtæki eigi að fá að ráða hverjum þeir vinna með og hverjum ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×