Enski boltinn

Rauða spjaldið stendur hjá Carroll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Andy Carroll, leikmaður West Ham, þarf að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í 2-0 sigri liðsins á Swansea um helgina.

West Ham áfrýjaði brottvísun Carroll en enska knattspyrnusambandið staðfesti að það hafi verið rétt ákvörðun að reka hann af velli.

Carroll mun nú missa af leikjum West Ham gegn Aston Villa, Norwich og Southampton.


Tengdar fréttir

Brottvísun Carroll mótmælt

West Ham hefur látið enska knattspyrnusambandið vita að félagið hafi í hyggju að áfrýja rauða spjaldinu sem Andy Carroll fékk í leik liðsins gegn Swansea um helgina.

Nolan með bæði mörkin í sigri West Ham

Kevin Nolan, fyrirliði West Ham, skoraði bæði mörk síns liðs þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×