Erlent

Drukkinn unglingur drap fjóra í bílslysi og fékk engan dóm

Finnur Thorlacius skrifar
Slapp billega eftir að hafa ekið niður fjóra.
Slapp billega eftir að hafa ekið niður fjóra. Jalopnik
Það virðist vera nóg að eiga forríka foreldra í Bandaríkjunum þó þú drepir fjóra með því að aka þá niður, þú sleppur við að vera fangelsaður. Þetta gerði unglingur einn síðastliðið sumar. Hann mældist með þrisvar sinnum meira alkóhólmagn í blóði en leyfilegt er, auk þess sem hann var í valíum vímu og því ansi langt frá því að vera hæfur til aksturs.

Það eina sem drengurinn þarf að afplána eftir verknaðinn er áfengismeðferð. Þetta myndi líklega hvergi annarsstaðar gerast en í Bandaríkjunum. Drengurinn fær ekki ökuskírteini sitt aftur fyrr en eftir 10 ár, en þarf ekki að eyða einum degi bak við lás og slá.

Hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar á athæfi sínu, en að sögn lögfræðings fjölskyldunnar er hann í of miklu uppnámi til að gera það. Aðrar ástæður virðast þó liggja að baki en hann sagði við vin sinn og farþega í bílslysinu að myndi komast frá þessu og það var einmitt það sem gerðist. Lögin eru sannarlega skrítin þar vestra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×