HSÍ fundar með Austurríkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2014 11:52 Einar Þorvarðarson mun funda með Austurríkismönnum í dag. mynd/samsett Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag. Rætt verður um ummælin sem Björn Bragi Arnarson, umsjónarmaður EM-stofunnar, lét falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu. Málið hefur dregið dilk á eftir sér og ratað í þýska og austurríska miðla. Björn hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að HSÍ harmi auðvitað þessi ummæli. Þeir ætli þó ekki að tjá sig neitt frekar um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segist hafa sett sig strax í samband við austurríska sambandið þegar fréttir bárust af ummælunum. Á fundinum í dag verði tekinn staða á málinu. Bjarni Guðmundsson, starfandi útvarpsstjóri, sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til austurríska handknattleikssambandinu fyrir hönd RÚV, þar kom fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Í tilkynningu frá austurríska handknattleiksambandinu til fréttastofu RÚV segir að von sé á sameiginlegri yfirlýsingu frá EHF, austurríska handknattleiksambandinu og því íslenska. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Einar að HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismenn hafa tekið ummælunum. Einar segir jafnframt að þeir hafi reynt að halda þessu máli fyrir utan íslenska hópinn sem mætir Makedóníumönnum klukkan þrjú í dag í öðrum leik milliriðilsins. Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag. Rætt verður um ummælin sem Björn Bragi Arnarson, umsjónarmaður EM-stofunnar, lét falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu. Málið hefur dregið dilk á eftir sér og ratað í þýska og austurríska miðla. Björn hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að HSÍ harmi auðvitað þessi ummæli. Þeir ætli þó ekki að tjá sig neitt frekar um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segist hafa sett sig strax í samband við austurríska sambandið þegar fréttir bárust af ummælunum. Á fundinum í dag verði tekinn staða á málinu. Bjarni Guðmundsson, starfandi útvarpsstjóri, sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til austurríska handknattleikssambandinu fyrir hönd RÚV, þar kom fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Í tilkynningu frá austurríska handknattleiksambandinu til fréttastofu RÚV segir að von sé á sameiginlegri yfirlýsingu frá EHF, austurríska handknattleiksambandinu og því íslenska. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Einar að HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismenn hafa tekið ummælunum. Einar segir jafnframt að þeir hafi reynt að halda þessu máli fyrir utan íslenska hópinn sem mætir Makedóníumönnum klukkan þrjú í dag í öðrum leik milliriðilsins.
Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27