Innlent

„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Björn Bragi segist hafa misstigið sig í beinni útsendingu og hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Björn Bragi segist hafa misstigið sig í beinni útsendingu og hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Craney

„Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta í útsendingu RÚV frá EM í handbolta.

„Þetta voru mjög óheppileg og ósmekkleg ummæli sem voru látin falla í hita leiksins," segir Björn Bragi.

Hann bætir við: „Þetta var dómgreindarbrestur og hugsunarleysi. Ég skil vel að fólk hafi móðgast og það á fullan rétt á því. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu."

Að lokum segir Björn: „Maður er kannski oft er að láta einhverja brandara fljúga og sumir fara yfir markið og aðrir langt yfir markið. Þessi var bæði lélegur og ósmekklegur og átti ekki rétt á sér. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt."

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Twitter notenda við málinu:


Tengdar fréttir

Líkti landsliðinu við nasista

"Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.