Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2014 18:43 Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista í gær. visir/stefán Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna. Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna.
Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27