Enski boltinn

Osvaldo blóðgaði liðsfélaga sinn á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, róar hér Pablo Daniel Osvaldo niður í einum leik í vetur.
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, róar hér Pablo Daniel Osvaldo niður í einum leik í vetur. Vísir/NordicPhotos/Getty
Ítalinn Pablo Osvaldo var í dag settur í tveggja vikna agabann hjá félagi sínu Southampton í ensku úrvalsdeildinni en BBC hefur nú heimildir fyrir því að Osvaldo hafi slegist við liðsfélaga sinn á æfingu liðsins.

Pablo Osvaldo og Portúgalanum Jose Fonte lenti saman á æfingu en Osvaldo var upphafsmaðurinn samkvæmt frétt Ben Smith á BBC.

Jose Fonte fékk að finna fyrir því en hann var blóðugur eftir viðureignina við Osvaldo. Það fylgir þó sögunni að Fonte var ekki mikið slasaður.

Gareth Rogers er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri félagsins og það var hann sem tók ákvörðunina að setja Osvaldo í tveggja vikna bann.

Pablo Osvaldo hefur ekki spilað með Southampton síðan í desember en hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×