Erlent

Rafsígarettur skilgreindar sem lyf

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFPNordic
Rafsígarettur verða skilgreindar sem lyf í Bretlandi árið 2016. Þá verða þær undir stjórn lyfjaeftirlits Bretlands og læknar munu geta ávísað rafsígarettum til reykingamanna til að hjálpa þeim við að minnka reykingar eða hætta alveg.

Frá þessu er sagt á vef Guardian.

Iain Quinn frá síðunni Ilovevapour.com, segir Guardian að notkun rafsígaretta í Bretlandi hafi tvöfaldast á einu ári. „Árið 2012 voru um 500.000 notendur í Bretlandi, en nú eru þeir 1,2 milljón.“ Forvarnarsamtök áætla að um tveir þriðju þeirra tíu milljóna reykingamanna í Bretlandi vilji hætta að reykja og gætu rafsígarettur hjálpað þeim.

Áhyggjur eru þó uppi um að rafsígarettur muni fjölga reykingamönnum. Þær eru seldar í ýmsum brögðum eins og súkkulaði og algengt er að sjá Hollywood stjörnur reykja rafsígarettur. Skólar í Bandaríkjunum hafa til dæmis bannað þær vegna áhyggja um að þær leiði til alvöru reykinga.

Hér á landi eru rafsígarettur ekki leyfðar. Þá hefur ekki verið sýnt fram á skaðleysi rafsígaretta með fullnægjandi hætti og að þær virki á þann hátt sem ætlast er.

Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri sendu fyrr í mánuðinum frá sér tilkynningu þar sem bent er á að ekki sé heimilt að flytja inn og dreifa rafsígarettum með nikótíni og því munu rafsígarettur sem innihalda nikótín verða stöðvaðar í tolli.


Tengdar fréttir

Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleysi rafretta

Þrátt fyrir að rafsígarettur séu vinsælar erlendis er ekki að merkja aukinn áhuga hér á landi að sögn markaðsstjóra Lyfju en innflutningur á þeim er bannaður hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×