Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleysi rafretta Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 10:53 Sigríður Ólafsdóttir, hjá eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að notendum rafsígaretta fjölgi hratt í Bandaríkjunum. Mynd/Stefán „Við höfum í raun ekki orðið vör við neina eftirspurn eftir rafsígarettum,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, forstöðumaður verslunar- og markaðssviðs Lyfju. Rafsígarettur hafa notið vinsælda erlendis, meðal annars til að hjálpa fólki að hætta að reykja, en þær eru ekki leyfðar hér á landi. Ekki hefur verið sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að rafsígarettur með nikótíni séu skaðlausar og virki eins og ætlast sé til. Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri sendu nýlega frá sér tilkynningu þar sem bent er á að ekki sé heimilt að flytja inn og dreifa rafsígarettum með nikótíni og því munu rafsígarettur sem innihalda nikótín verða stöðvaðar í tolli. Notkun á rafsígarettum líkist því að reykja venjulegar sígarettur og telja því margir að þær séu líklegri til að hjálpa við að hætta reykingum en þau nikótínlyf sem eru á markaði. Sigríður Ólafsdóttir, hjá eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir aftur á móti niðurstöður rannsókna ekki hafa stutt þá skoðun svo óyggjandi sé. „Stjórnvöld víða í Evrópu hafa ekki leyft sölu á rafsígarettum því ekki hefur enn verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að vörurnar séu skaðlausar og að þær virki eins og ætlast er til.“ Sigríður segir efnagreiningar á vegum Bandarísku lyfjastofnunarinnar á gufum úr tveimur algengum gerðum af rafsígarettum hafa leitt í ljós að gæðum og öryggi þeirra geti verið ábótavant. Merkingar á nikótínmagni voru ekki alltaf í samræmi við mælingar á innihaldi og efnasamsetning var stundum breytileg frá einni vörusendingu til annarrar. Þar gat munað allt að 60 prósentum á nikótínmagni. „Slíkur breytileiki getur valdið aukaverkunum og ofskömmtun ef magnið er of mikið eða fráhvarfseinkennum ef of lítið er af nikótíninu,“ segir Sigríður. Einnig var sýnt að gufurnar úr rafsígarettum innihalda efni sem geta verið eitruð og krabbameinsvaldandi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að notendum rafsígaretta fjölgar hratt í Bandaríkjunum. Það er athyglisvert að fjöldi unglinga sem notuðu rafsígarettur tvöfaldaðist milli áranna 2011 og 2012 og einn af hverjum fimm rafsígarettunotendum á aldrinum 12 til 14 ára hafði aldrei prófað sígarettur áður,“ segir Sigríður. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Við höfum í raun ekki orðið vör við neina eftirspurn eftir rafsígarettum,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, forstöðumaður verslunar- og markaðssviðs Lyfju. Rafsígarettur hafa notið vinsælda erlendis, meðal annars til að hjálpa fólki að hætta að reykja, en þær eru ekki leyfðar hér á landi. Ekki hefur verið sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að rafsígarettur með nikótíni séu skaðlausar og virki eins og ætlast sé til. Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri sendu nýlega frá sér tilkynningu þar sem bent er á að ekki sé heimilt að flytja inn og dreifa rafsígarettum með nikótíni og því munu rafsígarettur sem innihalda nikótín verða stöðvaðar í tolli. Notkun á rafsígarettum líkist því að reykja venjulegar sígarettur og telja því margir að þær séu líklegri til að hjálpa við að hætta reykingum en þau nikótínlyf sem eru á markaði. Sigríður Ólafsdóttir, hjá eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir aftur á móti niðurstöður rannsókna ekki hafa stutt þá skoðun svo óyggjandi sé. „Stjórnvöld víða í Evrópu hafa ekki leyft sölu á rafsígarettum því ekki hefur enn verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að vörurnar séu skaðlausar og að þær virki eins og ætlast er til.“ Sigríður segir efnagreiningar á vegum Bandarísku lyfjastofnunarinnar á gufum úr tveimur algengum gerðum af rafsígarettum hafa leitt í ljós að gæðum og öryggi þeirra geti verið ábótavant. Merkingar á nikótínmagni voru ekki alltaf í samræmi við mælingar á innihaldi og efnasamsetning var stundum breytileg frá einni vörusendingu til annarrar. Þar gat munað allt að 60 prósentum á nikótínmagni. „Slíkur breytileiki getur valdið aukaverkunum og ofskömmtun ef magnið er of mikið eða fráhvarfseinkennum ef of lítið er af nikótíninu,“ segir Sigríður. Einnig var sýnt að gufurnar úr rafsígarettum innihalda efni sem geta verið eitruð og krabbameinsvaldandi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að notendum rafsígaretta fjölgar hratt í Bandaríkjunum. Það er athyglisvert að fjöldi unglinga sem notuðu rafsígarettur tvöfaldaðist milli áranna 2011 og 2012 og einn af hverjum fimm rafsígarettunotendum á aldrinum 12 til 14 ára hafði aldrei prófað sígarettur áður,“ segir Sigríður.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira