Erlent

Rob Ford á að hafa fyrirskipað árás á fyrrverandi mág sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rob Ford kemur sér enn einu sinni í vandræði.
Rob Ford kemur sér enn einu sinni í vandræði.
Fyrrverandi mágur Rob Ford, borgarstjórans í Toronto, var misþyrmt af samfanga sínum í fangelsi í Toronto og var það gert til að þagga niður í honum um áfengis og eiturlyfjanotkun Ford.

Glæpamaður að nafni Aedan Petros réðst á Scott MacIntyre í fangelsinu en hann fótbrotnaði og nokkrar tennur brotnuðu í árásinni.

Áður hafði Rob Ford verið þjálfari hjá fótboltaliðinu Don Bosco Catholic Secondary School og var Aedan Petros leikmaður liðsins.

Ráðist var á MacIntyre í sturtuklefa þann 22. mars árið 2012 en áður hafði honum ítrekað verið hótað barsmíðum til þess að koma í veg fyrir að hann myndi ekki ræða um ólöglegt athæfi borgarstjórans.

Málið er komið inn á borð hjá kanadískum dómsstólum og verða Rob Ford og Aedan Petros að öllum líkindum ákærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×